Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. maí 2023 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maldini: Þurfum að styrkja hópinn umtalsvert
Mynd: Getty Images

Paolo Maldini, stjórnandi hjá AC Milan, tjáði sig eftir tap liðsins gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.


Milan tapaði samanlagt 3-0 gegn nágrönnum sínum í Inter og er dottið úr leik. Þetta er afar svekkjandi fyrir félagið, sem er einnig í bráðri hættu á að missa af Meistaradeildarsæti í ítölsku deildinni eftir óvænt tap gegn fallbaráttuliði Spezia um helgina.

„Tímabilið er ekki búið, núna þurfum við að leggja allt í sölurnar til að reyna að enda í topp fjórum," sagði Maldini, en Milan er fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. „Svo eigum við eftir að sjá hvað verður dæmt í Juventus málinu."

Juve er í öðru sæti deildarinnar en gæti fengið dæmd refsistig eftir tímabilið. Upprunaleg niðurstaða voru 15 refsistig, sem voru svo dregin til baka eftir áfrýjun. 

„Við höfum ekki átt nein svör við spilamennsku Inter í síðustu innbyrðisviðureignum. Þeir voru betra liðið á vellinum, við áttum engin svör. Núna verðum við að reyna að bjarga tímabilinu með að ná í Meistaradeildarsæti, en það verður ekki auðvelt. 

„Við erum með ungt lið og þurfum að styrkja hópinn umtalsvert í sumar ef við viljum berjast um topp fjóra og gera vel í Evrópu."

Maldini staðfesti einnig að samningsviðræður við stjörnuleikmann liðsins Rafael Leao væru á lokastigi. Leao er gríðarlega eftirsóttur en ætlar að skuldbinda sig við Milan.


Athugasemdir
banner
banner