Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 17. maí 2023 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City nálgast þrennuna
Mynd: EPA
Manchester City á möguleika á því að vinna þrennuna á tímabilinu; ensku úrvalsdeildina, bikarinn og Meistaradeildina.

Í kvöld komst liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að valta yfir Real Madrid, liðið er einum sigri frá Englandsmeistaratitilinn og mætir grönnunum í Manchester United í úrslitaleik bikarsins í næsta mánuði.

„Frábært andrúmsloft hér á Etihad í kvöld. Leikmenn eru að labba hringinn og fagna með stuðningsmönnum sínum. Þetta er sérstök stund fyrir þá. Þeir töpuðu fyrir Real Madrid á þessu stigi keppninnar í fyrra. Þrennan nálgast," sagði Shay Given, fyrrum markvörður Manchester City og Newcastle, í lýsingu BBC frá leiknum.

„Frá mér séð var þetta stærsta hindrunin að komast yfir. Ég veit að 4-0 lítur út eins og rúst, sem það er auðvitað, en þú getur aldrei afskrifað Real Madrid. City komst yfir þessa hindrun í kvöld," sagði Given.

Ef City tekst að vinna þrennuna verður liði fyrsta enska liðið til að gera það síðan United gerði það tímabilið 1998/99.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner