Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill fá norskan táning
Mynd: Rosenborg
Manchester United vonast til að vinna samkeppnina um Sverre Nypan, sextán ára leikmann Rosenborg í Noregi. Honum er lýst sem einu mest spennandi ungstirni skandinavíska boltans.

Nypan er samherji Kristals Mána Ingasonar og Ísaks Snæs Þorvaldssonar og lék sinn fyrsta aðalliðsleik í nóvember, þá fimmtán ára gamall. Hann skoraði svo á dögunum sitt fyrsta mark.

Með því að skora gegn Bodö/Glimt varð hann yngsti leikmaður í sögu Rosenborg til að skora í deildarleik, 16 ára og 145 daga gamall.

Nypan hefur verið líkt við Frenkie de Jong og sagt er að njósnarar United hafi fylgst gaumgæfilega með honum á þessu tímabili.

En skiljanlega er mikill áhugi á táningnum og félög í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu vilja öll fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner