Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 20:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: City kjöldró Real
Þriðja marki City fagnað.
Þriðja marki City fagnað.
Mynd: Getty Images
David Alaba svekktur.
David Alaba svekktur.
Mynd: Getty Images
Manchester City 4 - 0 Real Madrid
1-0 Bernardo Silva ('23)
2-0 Bernardo Silva ('37)
3-0 Eder Militao ('76 , sjálfsmark)
4-0 Julian Alvarez ('90+1)

Manchester City er á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið í sögu félagsins. Liðið sló í kvöld meistaranna frá því í fyrra, Real Madrid, úr leik með frábærri frammistöðu á heimavelli sínum í Manchester.

Yfirburðir þeirra ljósbláu voru miklir í leiknum og var ljóst frá fyrstu sekúndu í hvað stefndi. Það tók heimamenn rúmlega tuttugu mínútur að brjóta ísinn, Bernardo Silva skoraði þá sitt fyrra mark. Kevin De Bruyne fann liðsfélaga sinn inn á teig Real og Bernardo skoraði með föstu skoti á nærstöngina. Fyrir markið hafði Erling Haaland gert sig líklegan í tvígang en Thibaut Courtois í marki Real sá við honum.

Bernardo tvöfaldaði forystuna á 37. mínútu þegar boltinn féll vel fyrir hann í teignum og sá portúgalski stýrði boltanum í hornið með höfðinu.

Eftir svakalega yfirburði fékk Real aðeins að vera með í seinni hálfleiknum en forysta City var aldrei í hættu. Þriðja markið kom á 76. mínútu þegar skallatilraun Manuel Akanji fór af Eder Militao og í net Real. Fjórða markið kom svo á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar varamaðurinn Phil Foden fann annan varamann, Julian Alvarez, í hlaupinu og sá argentínski kláraði frábærlega framhjá Courtois í markinu.

Spænska liðið náði að slá City úr leik fyrir ári síðan en í þetta sinn hafði City betur.

Framundan er úrslitaleikur keppninnar í Istanbúl. City mætir þar Inter Milan og fer leikurinn fram þann 10. júní. Síðast fór City í úrslitaleikinn 2021 en þá hafði Chelsea betur. Inter vann keppnina síðast árið 2010 þegar Jose Mourinho var við stjórnvölinn hjá ítalska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner