Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. maí 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Man City tekur á móti Real Madrid
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Manchester City og Real Madrid eigast við í risaslag í kvöld þar sem liðin keppast um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þar sem Inter bíður þeirra eftir sannfærandi sigur gegn AC Milan í undanúrslitum.


Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Santiago Bernabeu þar sem gestirnir frá Manchester voru heppnir að tapa ekki leiknum á lokakaflanum.

Það ríkir gríðarleg eftirvænting fyrir þessa viðureign þar sem Man City hefur verið óstöðvandi á heimavelli að undanförnu og rúllað meðal annars yfir FC Bayern, Arsenal, Liverpool og RB Leipzig á árinu.

Real Madrid hefur þó söguna með sér í liði, þar sem lærisveinar Carlo Ancelotti eru ríkjandi meistarar og hafa unnið keppnina fimm sinnum á síðustu níu árum.

Bæði lið erum stjörnum prýdd og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þessum ómissandi fótboltaleik.

Leikur kvöldsins: 
19:00 Man City - Real Madrid (1-1)


Athugasemdir
banner
banner
banner