
FH 2 - 1 Njarðvík
1-0 Jóhann Ægir Arnarsson ('30 )
2-0 Steven Lennon ('49 )
2-1 Marc Mcausland ('58 )
Lestu um leikinn
1-0 Jóhann Ægir Arnarsson ('30 )
2-0 Steven Lennon ('49 )
2-1 Marc Mcausland ('58 )
Lestu um leikinn
FH varð í kvöld annað liðið til að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins með því að leggja Njarðvík að velli. Bestu deildarlið FH komst í 2-0 í leiknum en Lengjudeildarlið Njarðvíkur náði að minnka muninn.
Það voru þeir Jóhann Ægir Arnarsson og Steven Lennon, sem með sínum fyrstu mörkum á tímabilinu, komu FH í 2-0.
Varnarjaxlinn Marc Mcausland minnkaði muninn eftir tæplega klukkutíma leik, fjórða mark Mcausland í bikarnum í ár!
Í 2-1 náði Njarðvík lítið að ógna heimamönnum í FH þar til í uppbótartíma. Oliver Kelaart Torres ætlaði sér þá að leggja boltann fyrir Oumar Diouck en snertingin frá honum fór fyrir aftan Diouck og þar fór síðasti möguleiki gestanna.
Niðurstaðan sú að FH slær Njarðvík úr leik í bikarnum, í annað sinn á tveimur árum. Árið 2021 vann FH 4-1 þegar liðin mættust í Krikanum.
FH og Þór verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag. Á morgun kemur í ljós hvaða sex lið verða með þeim í pottinum.
Athugasemdir