Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. maí 2023 16:15
Elvar Geir Magnússon
Nýr samningur tilkynntur nokkrum tímum fyrir gríðarlega mikilvægan leik
Mark Robins.
Mark Robins.
Mynd: Getty Images
Mark Robins, stjóri Coventry, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning. Þetta var tilkynnt nokkrum klukkustundum fyrir seinni leik Coventry gegn Middlesbrough í undanúrslitum Championship-umspilsins.

Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og sá síðari verður á Árbakkavelli, heimavelli Middlesbrough, klukkan 19, Sigurliðið kemst á Wembley í hreinan úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni.

Robins er 53 ára og er á sinni annarri stjóratíð hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur hann komið Coventry upp úr D-deildinni og í tækifæri til að snúa aftur í deild þeirra bestu eftir 22 ára fjarveru.

„Þetta var auðveld ákvörðun og ég þakka félaginu fyrir áframhaldandi stuðning," segir Robins.
Athugasemdir
banner
banner
banner