mið 17. maí 2023 19:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegir yfirburðir City - Real í nauðvörn 2-0 undir
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað sinn í sögu félagsins. Liðið er 2-0 yfir gegn Real Madrid þegar hálfleikur er í seinni undanúrslitaleik liðanna.

City hefur verið með ótrúlega yfirburði í leiknum og er forystan fyllilega verðskulduð, forystan gæti hæglega verið meiri. Thibaut Courtois í marki Real er búinn að vera besti maður gestanna og varið í tvígang virkilega vel.

Bernardo Silva er búinn að skora bæði mörk City í leiknum, það fyrra eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og það seinna eftir að boltinn féll vel fyrir hann í kjölfar tilraunar frá fyrirliðanum Ilkay Gundogan. Silva var á tánum og skallaði boltann í netið og tvöfaldaði forskot City.

Toni Kroos átti bestu, og einu, tilraun Real í hálfleiknum þegar þrumuskot hans fyrir utan teig hafnaði í þverslánni.

Í lok fyrri hálfleiks var Manuel Akanji nálægt því að bæta við forystuna en nauðvörn frá Real Madrid kom í veg fyrir mark.

Annað mark Silva má sjá hér.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner