Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 17. maí 2023 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real lifir á lyginni - „Hann verður að skora þarna"
Manchester City hefur byrjað leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar frábærlega. Heimamenn í City eru með mikla yfirburði á vellinum.

Staðan í einvíginu er jöfn eftir fyrri leikinn og ljóst að ef City ætlar ekki í framlengingu þá þarf liðið að ná að brjóta vörn Real á bak aftur.

Á 13. mínútu leiksins komst Erling Haaland nálægt því að skora fyrsta mark leiksins þegar hann komst í fyrirgjöf Jack Grealish inn á markteignum og skallaði að marki.

Thibaut Courtois varði skallann og staðan áfram jöfn í einvíginu. Á 21. mínútu varði svo Courtois stórkostlega frá Haaland sem átti aftur skalla að marki, magnaður Belginn.

„Hann er tvo eða þrjá metra frá markinu, hann verður að skora þarna. Ótrúleg færi þarna fyrir Haaland að skora," segir Shay Given, fyrrum markvörður Manchester City, í lýsingu BBC um fyrra skallafærið.

„Nú þurfa Madrídingar hreinlega að ná andanum," sagði Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 stuttu eftir fyrra atvikið.
Athugasemdir
banner