Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr eiga enn möguleika á að vinna sádí-arabísku deildina eftir að topplið Al-Ittihad missteig sig í gær.
Ronaldo og félagar í Al-Nassr unnu sinn leik 0-2 þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 52. mínútu, áður en Anderson Talisca innsiglaði sigurinn á 80. mínútu.
Al-Nassr er þar með þremur stigum eftir toppliði Al-Ittihad þegar þrjár umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Hinn 38 ára gamli Ronaldo er búinn að skora 13 mörk og gefa 2 stoðsendingar í 14 deildarleikjum frá komu sinni til Sádí-Arabíu.
Al-Tai 0 - 2 Al-Nassr
0-1 Cristiano Ronaldo ('52, víti)
0-2 Anderson Talisca ('80)
Al-Hilal 2 - 2 Al-Ittihad
Athugasemdir