
FH tóku á móti Lengjudeildarliði Njarðvíkur á Kaplakrikavelli í kvöld þegar 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla hélt áfram göngu sinni.
Njarðvíkingar mættu sterkir til leiks en það voru FH sem sýndu gæðin í sínum aðgerðum og tóku farseðilinn í 8-liða úrslitin.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Njarðvík
„Alltaf gott að komast áfram í bikar og tilfiningin er mjög góð að hafa náð að klára þetta." Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH eftir leikinn í kvöld.
„Við fórum alveg vel yfir Njarðvíkingana og það var alveg frá upphafi að við ætluðum ekki að fara með neitt vanmat inn í þennan leik og vorum búnir að fara vel yfir þá en þeir kannski náðu að halda honum betur en við bjuggumst við en ég held að það hafi aðalega verið bara hvað við náðum illa að klukka þá og vissum alveg að þeir væru mjög góðir í fótbolta og vissum alveg að þetta yrði hörku leikur."
Sindri Kristinn var að mæta Njarðvíkingum í þriðja sinn á ferlinum í bikarkeppni og loks tókst það að slá þá út.
„Ég kann ekki alveg nógu gott íslenskt orð yfir það en þetta er Njarðvík hefur verið svolítið „kryptonite" hjá mér í þessum bikar og loksins náði ég að slá þá út, þeir hafa slegið mig tvisvar út með Keflavík en núna hafði ég betur en þetta gerðist vissulega ekki af sjálfum sér."
Nánar er rætt við Sindra Kristinn Ólafsson markvörð FH í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |