
FH er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins, liðið sló Njarðvík út á heimavelli í dag og verður í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð á föstudag.
Leikurinn var í beinni útsendingu á RÚV2 og má sjá það helsta úr leiknum hér neðst í fréttinni. Þar má sjá skallamarkið frá Jóhanni Ægi Arnarssyni, refinn Steven Lennon skora sitt 25. bikarmark og Marc McAusland skora sitt fjórða og síðasta mark í keppninni í ár.
Leikurinn var í beinni útsendingu á RÚV2 og má sjá það helsta úr leiknum hér neðst í fréttinni. Þar má sjá skallamarkið frá Jóhanni Ægi Arnarssyni, refinn Steven Lennon skora sitt 25. bikarmark og Marc McAusland skora sitt fjórða og síðasta mark í keppninni í ár.
FH 2 - 1 Njarðvík
1-0 Jóhann Ægir Arnarsson ('30 )
2-0 Steven Lennon ('49 )
2-1 Marc Mcausland ('58 )
Lestu um leikinn
Jóhann Ægir Arnarsson kom FH yfir með frábærum skalla! Kollspyrna framhjá Robert Blakala! pic.twitter.com/L6i2sLa6UT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023
Oumar Diouck í dauðafæri en Sindri Kristinn ver vel! Njarðvíkingar hafa alls ekki lagt árar í bát pic.twitter.com/NqEnHhv6uN
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023
Steven Lennon kemur FH í 2-0! Þetta er 25. markið sem skotinn skorar í bikarkeppninni ????????????????????????????? pic.twitter.com/HK7RLhpVOY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023
Mark frá Marc McAusland! Njarðvík minnkar muninn í 2-1 pic.twitter.com/zlDep9g9r3
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023
FH eru komnir í átta liða úrslitin en Njarðvíkingar fengu heldur betur tækifæri til að jafna á lokaandartökum leiksins! 2-1 lokatölur pic.twitter.com/25YIoUTUip
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023
Athugasemdir