Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toney auðvitað vonsvikinn en bíður með að tjá sig frekar
Mynd: EPA
Ivan Toney, framherji Brentford, var í dag dæmdur í átta mánaða bann vegna brota á veðmálareglum.

Hann hefur tjáð sig um niðurstöðuna í færslu á Instagram. „Auðvitað er ég vonsvikinn að ég muni ekki fá að spila næstu átta mánuði."

„Skrifleg svör hafa ekki verið gefin út um ákvörðun nefndarinnar svo ég mun ekki tjá mig frekar að svo stöddu nema til að þakka fjölskyldu, vinum, Brentford FC og stuðningsmönnum fyrir áframhaldandi stuðning á tímum sem hafa verið mjög erfiðir. Ég einbeiti mér nú að því að snúa til baka í leikinn sem ég elska á næsta tímabili,"
skrifar Toney.

Við rannsókn á máli Toney kom í ljós að fyrstu brot hans áttu sér stað árið 2017. Hann var ákærður fyrir alls 262 brot á reglum en svo voru 30 brot felld úr. Toney játaði sök í mörgum af þessum ákæruliðum. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni mega ekki veðja á fótbolta, hvar sem hann er spilaður.

Færsluna hjá Toney má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner