Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
   mið 17. maí 2023 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Tvöföld breyting í fyrri - „Voru greinilega langt frá því að vera klárar"
Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er aðalatriðið," sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 tap gegn Fylki í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við vorum ekki með frá fyrstu mínútu. Þetta var eins slök frammistaða og við höfum séð."

„Þetta var soft og við vorum langt frá mönnum, það var engin á tánum eða neitt svoleiðis. Ég verð líka að taka það á mig að hafa valið þessar ellefu í byrjunarliðið því þær voru greinilega langt frá því að vera klárar í að spila þennan leik."

Er hann með einhverjar skýringar á því hvers vegna frammistaðan var svona slök?

„Nei, í raun ekki. Ég ætla ekki að kenna leiknum um á laugardaginn, að það hafi verið þungur völlur þar og allt svoleiðis. Við vorum illa stemmdar og við héldum sennilega að við værum upp í skýjunum áfram eftir að hafa unnið þennan 1-0 sigur á laugardag. Við þurfum að mæta af 100 prósent hörku í hvern leik og við vorum langt frá því í dag."

Anton gerði tvöfalda breytingu undir lok fyrri hálfleiks og það hafði ekkert með meiðsli að gera. „Þetta var bara til að lífga aðeins upp á þetta, við vorum mjög slakar. Það kom kraftur með Tinnu og Viktoríu."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan þar sem Anton fer meira yfir leikinn og næstu verkefni. Hans lið þarf að mæta sterkara í næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner