„Þetta eru vonbrigði, það er aðalatriðið," sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 tap gegn Fylki í Lengjudeildinni í kvöld.
„Við vorum ekki með frá fyrstu mínútu. Þetta var eins slök frammistaða og við höfum séð."
„Við vorum ekki með frá fyrstu mínútu. Þetta var eins slök frammistaða og við höfum séð."
„Þetta var soft og við vorum langt frá mönnum, það var engin á tánum eða neitt svoleiðis. Ég verð líka að taka það á mig að hafa valið þessar ellefu í byrjunarliðið því þær voru greinilega langt frá því að vera klárar í að spila þennan leik."
Er hann með einhverjar skýringar á því hvers vegna frammistaðan var svona slök?
„Nei, í raun ekki. Ég ætla ekki að kenna leiknum um á laugardaginn, að það hafi verið þungur völlur þar og allt svoleiðis. Við vorum illa stemmdar og við héldum sennilega að við værum upp í skýjunum áfram eftir að hafa unnið þennan 1-0 sigur á laugardag. Við þurfum að mæta af 100 prósent hörku í hvern leik og við vorum langt frá því í dag."
Anton gerði tvöfalda breytingu undir lok fyrri hálfleiks og það hafði ekkert með meiðsli að gera. „Þetta var bara til að lífga aðeins upp á þetta, við vorum mjög slakar. Það kom kraftur með Tinnu og Viktoríu."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan þar sem Anton fer meira yfir leikinn og næstu verkefni. Hans lið þarf að mæta sterkara í næsta leik.
Athugasemdir