Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 17. maí 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmenn Kane hittu PSG - Real vill þrjá í sumar
Powerade
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: EPA
Það er víða komið við í slúðurpakka dagsins. Kane, Mbappe, Bellingham, Messi, Neymar, Gundogan, Mane og Xhaka eru meðal manna sem koma við sögu. BBC tók saman.

Luis Campos, ráðgjafi Paris St-Germain, hefur fundað með umboðsmönnum Harry Kane (29) um möguleika á því að kaupa enska landsliðsfyrirliðann. (Foot Mercato)

Real Madrid vill fá franska sóknarmanninn Kylian Mbappe (24) frá PSG, kanadíska varnarmanninn Alphonso Davies (22) frá Bayern München og enska miðjumanninn Jude Bellingham (19) frá Borussia Dortmund í sumar. (Sky Sports)

Feyenoord ætlar að bjóða stjóranum Arne Slot (44) nýjan samning til að fæla frá áhuga Tottenham. Feyenoord innsiglaði hollenska meistaratitilinn á dögunum. (Mail)

Barcelona vill endurheimta Lionel Messi (35) og Neymar (31) frá PSG. (Football Transfers)

Arsenal og Barcelona hafa áhuga á þýska miðjumanninum Ilkay Gundogan (32) sem vill fá lengri samning en eitt ár ef hann á að vera áfram hjá Manchester City. (Bild)

Bayern München er opið fyrir því að selja senegalska sóknarmanninn Sadio Mane (31) í sumar og mun ólíklega reyna að kaupa lánsmanninn Joao Cancelo (28) frá Manchester City fyrir 60 milljón punda klásúluna. (Times)

Bayer Leverkusen er í viðræðum við Arsenal um að kaupa svissneska miðjumanninn Granit Xhaka (30) fyrir 13 milljónir punda. (Standard)

Tottenham skoðar það að fá spænska markvörðinn David Raya (27) frá Brentford til að koma í stað franska fyrirliðans Hugo Lloris (36) sem mun yfirgefa félagið eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)

Enski framherjinn Tammy Abraham (25) hjá Roma segir að enski varnarmaðurinn Reece James (23) hjá Chelsea hafi sagt sér að snúa aftur á Stamford Bridge. Manchester United og Newcastle hafa einnig áhuga á Abraham. (Tuttomercato)

Búist er við því að Brighton semji við þýska miðjumanninn Mahmoud Dahoud (27) en samningur hans við Borussia Dortmund rennur út í sumar. (Football Insider)

Leeds United þarf að forðast fall til að eiga möguleika á því að fá James Milner (37) aftur til félagsins. Líklegast er að Milner fari til Brighton þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. (Mail)

Meðal manna sem koma til greina í starf yfirmanns fótboltamála hjá Tottenham eru Tim Steidten, sem var í svipuðu starfi hjá Bayer Leverkusen. Lee Dykes hjá Brentford og Tiago Pinto hjá Roma eru einnig á blaði. (Standard)

Vincent Kompany stjóri Burnley hefur áhuga á belgíska miðjumanninum Sambi Lokonga (23) sem er hjá Crystal Palace á lánssamningi frá Arsenal. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner