Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. maí 2023 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum ósammála niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar"
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var í síðustu viku dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hárið á Caeley Michael Lordemann, leikmanni ÍBV.

Atvikið átti sér stað í 1-0 sigri Stjörnunnar gegn ÍBV í upphafi mánaðarins.

Anna María er fyrirliði Stjörnunnar og náðist það á upptöku þegar hún reif í hárið á Caeley, en dómarateymi leiksins sá ekki atvikið. Það var mat aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að um alvarlegt agabrot væri að ræða þar sem Anna María sýndi hættulega og óíþróttamannslega hegðun.

Anna María lék ekki með Stjörnunni í 2-0 sigri Stjörnunnar á Val í gær en Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, var spurður út í sitt álit á leikbanninu eftir leikinn í gær.

„Við erum ósammála niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. Það eru okkar viðbrögð," sagði Kristján en vildi annars lítið tjá sig um málið.

Anna María missir af næsta leik Stjörnunnar sem er útileikur gegn Tindastóli en hægt er að lesa dóminn í heild sinni með því að smella hérna.

Myndband af atvikinu hefur ekki verið í dreifingu.
Kristján Guðmunds: Ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner