Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. maí 2023 21:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi bæta upp fyrir fyrri leikinn - „Ég er lítill en góður með höfðinu"
Dásamlegt kvöld fyrir þá ljósbláu.
Dásamlegt kvöld fyrir þá ljósbláu.
Mynd: Getty Images
„Þetta er fallegt kvöld fyrir okkur. Við vissum að það yrði erfitt að vinna þetta Real Madrid lið, 4-0 á heimavelli er dásamlegt. Vonandi vinnum við keppnina," sagði Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, eftir 4-0 sigur liðsins gegn Real í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Samanlagt fór einvígið 5-1 og City er á leið í úrslitaleikinn sem fram fer í Istanbúk 10. júní.

„Við vitum hversu erfiðir Real eru. Þeir létu okkur hafa fyrir þessu en við vorum seigir, við sýndum ástríðu í okkar leik en vorum á sama tíma skipulagðir."

Bernardo var ekki sáttur með frammistöðu sína í fyrri leiknum í einvíginu. „Ég vildi borga til baka eftir þá frammistöðu. Í dag þurfti ég að gera betur fyrir liðsfélagana og stuðningsmennina og það var það sem ég reyndi að gera,"

Aðspurður út í annað markið sem hann skoraði með skalla sagði Bernardo: „Ég er lítill en ég er góður með höfðinu!"

Andstæðingurinn í úrslitaleiknum verður Inter Milan. „Ég sá leikina þeirra, þeir líta út fyrir að vera sterkir og skipulagðir varnarlega. Það verður mjög erfitt en við munum reyna okkar besta."

„Úrvalsdeildin er svo annar titill sem við viljum vinna með stuðningsmönnum okkar. Við þurfum að hvíla okkur fyrir næsta leik þar,"
sagði Bernardo.
Athugasemdir
banner
banner
banner