Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. maí 2023 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að mæta Man City í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images

Javier Zanetti er goðsögn hjá Inter og hefur starfað sem stjórnandi félagsins á undanförnum árum.


Hann ræddi við fréttamenn eftir samanlagðan 3-0 sigur Inter gegn nágrönnum sínum í AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Inter mætir annað hvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleiknum og segist Zanetti vonast til að spila frekar við Man City.

„Þessi hópur á skilið að fara í úrslitaleikinn. Þetta eru svakalegar tilfinningar sem eru að bera mig ofurliði. Við þurfum að bíða til morguns með að finna út hverjum við mætum í úrslitaleiknum en það er stórt afrek að hafa komist alla leið í þessari keppni," sagði Zanetti.

„Ég vona að við sleppum við að mæta Real Madrid í úrslitaleiknum því þessi keppni virðist vera búin til fyrir félagið."

City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Real Madrid er búið að vinna hana fimm sinnum á síðustu níu árum.

Inter hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan liðið vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho, fyrir þrettán árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner