Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 17:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfirlýsing frá Brentford út af Toney
Mynd: Getty Images
Ivan Toney, framherji Brentford, var fyrr í dag dæmdur í átta mánaða bann vegna brota á veðmálareglum. Bannið tekur gildi strax og mun Toney því ekki koma meira við sögu á þessu tímabili. Bannið gildir til 16. janúar 2024 og getur markahrókurinn ekkert spilað þangað til.

Enska fótboltasambandið ákærði Toney í desember síðastliðnum fyrir að hafa brotið veðmálareglur alls 262 sinnum. Toney játaði sök í mörgum af þessum ákæruliðum. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni mega ekki veðja á fótbolta, hvar sem hann er spilaður.

Toney fékk líka sekt að andvirði 8,75 milljóna íslenskra króna og viðvörun um að gera þetta ekki aftur. Hann má byrja að mæta á æfingar 17. september en fær ekkert að spila fyrr en eftir áramót. Er það mikið áfall fyrir Brentford.

Brentford hefur gefið út yfirlýsingu vegna tíðindanna. Þar kemur fram að félagið er að bíða eftir því að fá í hendurnar skrifleg svör í kjölfar yfirheyrslunnar sem Ivan Toney fór í fyrr í þessari viku. Í kjölfarið mun Brentford svo kanna hvort félagið geti aðhafst eitthvað í málinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner