Anna María með þrennu

Úrslit úr tveimur leikjum í Lengjudeild kvenna eru komin í hús. Leikur KR og HK var í beinni textalýsngu hér á Fótbolti.net og þar var nóg um að vera!
Níu mörk voru skoruð á KR-vellinum. Anna MAría Bergþórsdóttir skoraði þrennu fyrir KR og Rakel Eva Bjarnadóttir skoraði tvenu fyrir HK. Lina Berrah og Makayla Soll skoruðu sitt markið hvor fyrir KR og þær Karlotta Björk Anradóttir og Ragnhildur Sóley Jónasdóttir sitt markið hvor fyrir HK. Jafnt var á öllum tölum þar til KR komst í tveggja marka forystu á 80. mínútu en HK náði að minnka muninn.
HK vildi fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar María Lena Ásgeirsdóttir féll við en ekkert var dæmt. 5-4 heimasigur hjá KR staðreynd og liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki. HK er með stigi minna, sex stig.
Í Njarðvík mættust Grindavík/Njarðvík og ÍA í uppgjöri liða sem hvort um sig var með þrjú stig fyrir leikinn.
Heimakonur tóku forystuna snemma leiks þegar boltinn rataði í net Skagakvenna eftir hornspyrnu frá Tinnu Hrönn Einarsdóttur.
Staðan var jöfn allt þar til á 89. mínútu þegar aðstoðardómarinn, Abdelmajid Zaidy, taldi að ÍA hefði jafnað metin. Ómögulegt er að meta atvikið út frá útsendingu leiksins en María Martínez í marki Grindavíkur/Njarðvíkur réði ekki almennielga við skot frá Ísabelu Jasmín Almarsdóttur og Zaidy taldi boltann hafa farið yfir marklínuna.
Þessu mótmæltu heimakonur og fór a.m.k. eitt gult spjald á loft eftir markið. 1-1 urðu lokatölur í leiknum og eru því bæði lið með fjögur stig.
Fyrr í dag fór fram leikur Gróttu og Fylkis en úrslit úr þeim leik hafa ekki borist þegar þetta er skrifað.
Níu mörk voru skoruð á KR-vellinum. Anna MAría Bergþórsdóttir skoraði þrennu fyrir KR og Rakel Eva Bjarnadóttir skoraði tvenu fyrir HK. Lina Berrah og Makayla Soll skoruðu sitt markið hvor fyrir KR og þær Karlotta Björk Anradóttir og Ragnhildur Sóley Jónasdóttir sitt markið hvor fyrir HK. Jafnt var á öllum tölum þar til KR komst í tveggja marka forystu á 80. mínútu en HK náði að minnka muninn.
HK vildi fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar María Lena Ásgeirsdóttir féll við en ekkert var dæmt. 5-4 heimasigur hjá KR staðreynd og liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki. HK er með stigi minna, sex stig.
Í Njarðvík mættust Grindavík/Njarðvík og ÍA í uppgjöri liða sem hvort um sig var með þrjú stig fyrir leikinn.
Heimakonur tóku forystuna snemma leiks þegar boltinn rataði í net Skagakvenna eftir hornspyrnu frá Tinnu Hrönn Einarsdóttur.
Staðan var jöfn allt þar til á 89. mínútu þegar aðstoðardómarinn, Abdelmajid Zaidy, taldi að ÍA hefði jafnað metin. Ómögulegt er að meta atvikið út frá útsendingu leiksins en María Martínez í marki Grindavíkur/Njarðvíkur réði ekki almennielga við skot frá Ísabelu Jasmín Almarsdóttur og Zaidy taldi boltann hafa farið yfir marklínuna.
Þessu mótmæltu heimakonur og fór a.m.k. eitt gult spjald á loft eftir markið. 1-1 urðu lokatölur í leiknum og eru því bæði lið með fjögur stig.
Fyrr í dag fór fram leikur Gróttu og Fylkis en úrslit úr þeim leik hafa ekki borist þegar þetta er skrifað.
Grindavík/Njarðvík 1 - 1 ÍA
1-0 Eydís Arna Hallgrímsdóttir ('3 )
2-0 María Martínez López ('89 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
KR 5 - 4 HK
0-1 Rakel Eva Bjarnadóttir ('11 )
1-1 Anna María Bergþórsdóttir ('17 )
2-1 Makayla Soll ('32 )
2-2 Karlotta Björk Andradóttir ('47 )
2-3 Rakel Eva Bjarnadóttir ('52 )
3-3 Lina Berrah ('59 )
4-3 Anna María Bergþórsdóttir ('74 )
5-3 Anna María Bergþórsdóttir ('80 )
5-4 Ragnhildur Sóley Jónasdóttir ('84 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir