Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 17. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chidera Ejuke verður leikmaður Sevilla í vikunni
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að nígeríski kantmaðurinn Chidera Ejuke er að ganga til liðs við Sevilla á næstu dögum.

Ejuke kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa verið samningsbundinn CSKA Moskvu undanfarin ár.

Ejuke gerði flotta hluti í rússneska boltanum en flúði land eftir að stríðið hófst og hefur leikið á láni hjá Hertha Berlin í Þýskalandi og Royal Antwerp í Belgíu síðan.

Samningur Ejuke við CSKA er runninn út og leikmaðurinn er því frjáls ferða sinna.

Ejuke er 26 ára gamall og á hann þrjá landsleiki að baki fyrir Nígeríu.

Ejuke er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður í holunni eða á hægri kanti.

Hann mun berjast við menn á borð við Lucas Ocampos og Dodi Lukebakio um byrjunarliðssæti í Sevilla.
Athugasemdir
banner