Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Frakkar höfðu betur gegn Austurríki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Austurríki 0 - 1 Frakkland
0-1 Maximilian Wöber ('38, sjálfsmark)

Austurríki og Frakkland áttust við í lokaleik dagsins á Evrópumótinu og ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, þar sem Frakkar áttu fleiri marktilraunir en Austurríkismenn hættulegri.

Mike Maignan varði frábærlega til að halda stöðunni markalausri áður en Frakkar tóku forystuna á 38. mínútu. Maximilian Wöber skallaði þá fyrirgjöf frá Kylian Mbappé óvart í eigið net og var staðan 0-1 fyrir Frökkum í leikhlé.

Frakkar skiptu um gír í síðari hálfleik og fengu góð færi en voru óheppnir að skora ekki. Austurríkismenn héldu sér í leiknum og voru ávalt skeinuhættir en þeim tókst þó ekki að skapa mikla hættu í leit sinni að jöfnunarmarki.

Undir lokin nefbrotnaði Kylian Mbappé eftir samstuð við varnarmann Austurríkis og þurfti að fara af velli.

Lokatölur urðu því 0-1 og eru Frakkar jafnir Hollendingum á toppi D-riðils.

Frakkland spilar næst toppslag við Holland á meðan Austurríki mætir Póllandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner