
„Ég vil ekki nota þetta sem afsökun, en þetta er ekki að hjálpa okkur og þetta er að versna. Við erum með leikmenn sem eru að byrja inn á sem er bara meiddir.“ Þetta sagði Ian David Jeffs þjálfari aðspurður um hversu þunnur hópur hans er eftir 3-2 tap gegn KR í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 3 - 2 ÍBV
„Heilt yfir fannst mér KR betri en við í dag. Samt skorum við þessi tvö mörk og við áttum fínan kafla í fyrri hálfleik þar sem við áttum að setja meiri pressu á þær. Svo kemur þessi tíu fimmtán mínútna kafli þar sem þær skora þrjú,“ sagði hann um gang leiksins. „Varnarleikur liðsins í þessum þrem mörkum var bara hræðilegur.“
Aðspurður um hvort hann væri að reyna að styrkja einhverjar sérstaklar stöður sagði hann: „Nei, vil bara fá leikmenn sem eru heilir.“
Athugasemdir