Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Rabiot verður ekki áfram hjá Juventus
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Adrien Rabiot mun ekki gera nýjan samning við Juventus og er því í leit að nýju félagi.

Rabiot kom til Juventus á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain fyrir fimm árum.

Samningur hans við ítalska félagið rann út um mánaðamótin og var félagið í viðræðum um að halda honum áfram.

Samkvæmt ítölsku miðlunum er Rabiot með samningstilboð á borðinu frá Juventus, en hann mun ekki taka því tilboð og er nú að skoða aðra möguleika.

Fjölmörg félög hafa áhuga á að fá Rabiot en talið er að Manchester United, Napoli og AC Milan hafi áhuga á því að fá hann.

United reyndi að fá Rabiot á síðasta ári en hann hafnaði því og ákvað að vera áfram hjá Juventus.
Athugasemdir
banner