Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   fös 17. ágúst 2018 22:29
Mist Rúnarsdóttir
Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís: Gerist ekki betra
Kvenaboltinn
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geðveik. Þetta gerist ekki betra. Sérstaklega með litlu systur með. Það gerir þetta ennþá betra,“ svaraði Ásta Eir Árnadóttir aðspurð um tilfinninguna eftir sigurleik í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Breiðablik

„Þetta var svolítið stressandi í endann en þetta var allan tímann okkar,“ bætti Kristín Dís Árnadóttir, yngri systir Ástu við áður en að Ásta hélt áfram:

„Maður vissi að bæði lið myndu vera svolítið sjeikí og stressuð í byrjun. Það var mjög gott að setja þessi tvö mörk í fyrri hálfleik. Síðan var þetta bara í okkar höndum og við kláruðum þetta vel.“

Blikar hafa ekki mikinn tíma til að fagna en þær eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og eiga leik strax á þriðjudag. Aðspurðar um hvernig fagnaðarlátunum yrði háttað svaraði Ásta:

„Bara svona easy going sko. Við fögnum aðeins í kvöld..“ Kristín Dís tók svo af henni orðið og sagði að það yrði æfing strax á morgun og leikur á þriðjudag.

Systurnar voru að lokum spurðar hvernig hefði verið að fara í mjólkurbað en bikarmeistararnir fögnuðu innilega með því að skvetta mjólk yfir hvora aðra.

„Ógeðslegt. Það er ógeðslega vond lykt af þessu og ég hata mjólk. Mér finnst mjólk ekki góð,“ var Kristín Dís fljót að svara.
Hægt er að horfa á allt viðtalið við systurnar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner