Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fös 17. ágúst 2018 22:29
Mist Rúnarsdóttir
Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís: Gerist ekki betra
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geðveik. Þetta gerist ekki betra. Sérstaklega með litlu systur með. Það gerir þetta ennþá betra,“ svaraði Ásta Eir Árnadóttir aðspurð um tilfinninguna eftir sigurleik í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Breiðablik

„Þetta var svolítið stressandi í endann en þetta var allan tímann okkar,“ bætti Kristín Dís Árnadóttir, yngri systir Ástu við áður en að Ásta hélt áfram:

„Maður vissi að bæði lið myndu vera svolítið sjeikí og stressuð í byrjun. Það var mjög gott að setja þessi tvö mörk í fyrri hálfleik. Síðan var þetta bara í okkar höndum og við kláruðum þetta vel.“

Blikar hafa ekki mikinn tíma til að fagna en þær eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og eiga leik strax á þriðjudag. Aðspurðar um hvernig fagnaðarlátunum yrði háttað svaraði Ásta:

„Bara svona easy going sko. Við fögnum aðeins í kvöld..“ Kristín Dís tók svo af henni orðið og sagði að það yrði æfing strax á morgun og leikur á þriðjudag.

Systurnar voru að lokum spurðar hvernig hefði verið að fara í mjólkurbað en bikarmeistararnir fögnuðu innilega með því að skvetta mjólk yfir hvora aðra.

„Ógeðslegt. Það er ógeðslega vond lykt af þessu og ég hata mjólk. Mér finnst mjólk ekki góð,“ var Kristín Dís fljót að svara.
Hægt er að horfa á allt viðtalið við systurnar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner