Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   fös 17. ágúst 2018 22:29
Mist Rúnarsdóttir
Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís: Gerist ekki betra
Kvenaboltinn
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geðveik. Þetta gerist ekki betra. Sérstaklega með litlu systur með. Það gerir þetta ennþá betra,“ svaraði Ásta Eir Árnadóttir aðspurð um tilfinninguna eftir sigurleik í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Breiðablik

„Þetta var svolítið stressandi í endann en þetta var allan tímann okkar,“ bætti Kristín Dís Árnadóttir, yngri systir Ástu við áður en að Ásta hélt áfram:

„Maður vissi að bæði lið myndu vera svolítið sjeikí og stressuð í byrjun. Það var mjög gott að setja þessi tvö mörk í fyrri hálfleik. Síðan var þetta bara í okkar höndum og við kláruðum þetta vel.“

Blikar hafa ekki mikinn tíma til að fagna en þær eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og eiga leik strax á þriðjudag. Aðspurðar um hvernig fagnaðarlátunum yrði háttað svaraði Ásta:

„Bara svona easy going sko. Við fögnum aðeins í kvöld..“ Kristín Dís tók svo af henni orðið og sagði að það yrði æfing strax á morgun og leikur á þriðjudag.

Systurnar voru að lokum spurðar hvernig hefði verið að fara í mjólkurbað en bikarmeistararnir fögnuðu innilega með því að skvetta mjólk yfir hvora aðra.

„Ógeðslegt. Það er ógeðslega vond lykt af þessu og ég hata mjólk. Mér finnst mjólk ekki góð,“ var Kristín Dís fljót að svara.
Hægt er að horfa á allt viðtalið við systurnar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner