Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 17. ágúst 2018 22:29
Mist Rúnarsdóttir
Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís: Gerist ekki betra
Kvenaboltinn
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Systurnar Kristín Dís og Ásta Eir tóku þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og höfðu sigur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geðveik. Þetta gerist ekki betra. Sérstaklega með litlu systur með. Það gerir þetta ennþá betra,“ svaraði Ásta Eir Árnadóttir aðspurð um tilfinninguna eftir sigurleik í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Breiðablik

„Þetta var svolítið stressandi í endann en þetta var allan tímann okkar,“ bætti Kristín Dís Árnadóttir, yngri systir Ástu við áður en að Ásta hélt áfram:

„Maður vissi að bæði lið myndu vera svolítið sjeikí og stressuð í byrjun. Það var mjög gott að setja þessi tvö mörk í fyrri hálfleik. Síðan var þetta bara í okkar höndum og við kláruðum þetta vel.“

Blikar hafa ekki mikinn tíma til að fagna en þær eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og eiga leik strax á þriðjudag. Aðspurðar um hvernig fagnaðarlátunum yrði háttað svaraði Ásta:

„Bara svona easy going sko. Við fögnum aðeins í kvöld..“ Kristín Dís tók svo af henni orðið og sagði að það yrði æfing strax á morgun og leikur á þriðjudag.

Systurnar voru að lokum spurðar hvernig hefði verið að fara í mjólkurbað en bikarmeistararnir fögnuðu innilega með því að skvetta mjólk yfir hvora aðra.

„Ógeðslegt. Það er ógeðslega vond lykt af þessu og ég hata mjólk. Mér finnst mjólk ekki góð,“ var Kristín Dís fljót að svara.
Hægt er að horfa á allt viðtalið við systurnar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner