Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. ágúst 2019 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Bjarnason og Hólmar Örn komu við sögu
Mynd: Ujpest
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Aron Bjarnason kom við sögu er Ujpest gerði 1-1 jafntefli við Paks í ungverska boltanum í dag.

Aron fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn en tókst ekki að pota inn sigurmarki.

Ujpest er með fjögur stig eftir þrjár fyrstu umferðir deildartímabilsins.

Ujpest 1 - 1 Paks
0-1 N. Konyves ('58)
1-1 B. Sankovic ('68)

Hólmar Örn Eyjólfsson fékk að spila síðustu tíu mínúturnar í auðveldum sigri Levski Sofia á útivelli gegn Vitosha Bistritsa í búlgöarska boltanum.

Hólmar er nýkominn úr erfiðum meiðslum og voru þetta hans fyrstu mínútur síðan í október í fyrra.

Levski trónir á toppi deildarninar með þrettán stig eftir sex umferðir.

Vitosha Bistritsa 0 - 4 Levski Sofia
0-1 Paulinho ('22)
0-2 Paulinho ('51)
0-3 F. Nascimento ('82)
0-4 N. Robertha ('89)

Böðvar Böðvarsson var þá ónotaður varamaður er Jagiellonia lagði Gornik Zabrze að velli í pólsku deildinni.

Adam Örn Arnarson var ekki í hópi hjá Gornik vegna meiðsla.

Jagiellonia tók yfir Gornik í deildinni og er með átta stig eftir fimm umferðir. Gornik er með sjö stig.

Jagiellonia 3 - 1 Gornik Zabrze
1-0 I. Runje ('5)
2-0 B. Bida ('45)
2-1 L. Wolsztynski ('58)
3-1 J. Imaz ('71)
Athugasemdir
banner
banner