Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 17. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Crystal Palace selur Sorloth til RB Leipzig - Benrahma inn í staðinn
Crystal Palace hefur samþykkt að selja norska framherjann Alexandre Sörloth til RB Leipzig í Þýskalandi.

Sörloth var á leiðinni inn í sitt annað tímabil á láni hjá Trabzonspor en Crystal Palace ætlar að greiða tyrkneska félaginu hluta af kaupverðinu

Crystal Palace ætlar að nota peninginn til að kaupa kantmanninn Saïd Benrahma frá Brentford.

Benrahma var frábær í Championship deildinni á síðasta tímabili en hann er falur fyrir 25 milljónir punda.

Fleiri hræringar eru í gangi hjá Crystal Palace en umboðsmenn Wilfried Zaha eru enn á ný að koma honum í burtu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner