Spilað er í Bestu deildunum í dag en nýkrýndir bikarmeistarar Víkings geta mögulega unnið tvo titla á rúmum sólarhring.
Víkingur er á toppnum í Bestu deild karla með 59 stig, fjórtán stigum á undan Val sem er í öðru sæti.
Valur mætir Stjörnunni klukkan 19:15 og ef Valsmenn tapa stigum í þeim leik verður Víkingur sófameistari.
Tæpur sólarhringur verður þá liðinn frá því að Víkingur vann KA, 3-1, í bikarúrslitum og yrði þetta því annar titill liðsins á rúmum sólarhring.
Breiðablik tekur á meðan á móti FH á Kópavogsvelli en sá leikur hefst klukkan 18:00. Blikar eru í þriðja sæti með 38 stig en FH í 5. sæti með 34 stig.
Í neðri hlutanum mætast Fylkir og ÍBV í fallbaráttuslag. Fylkismenn eru í 3. sæti fallriðilsins með 21 stig en Eyjamenn í næst neðsta sæti með 19 stig.
Í efri hlutanum í Bestu deild kvenna er hörð barátta um annað sæti deildarinnar. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í leik sem gæti ráðið því hvaða lið tekur annað sætið. Stjarnan er með 35 stig í öðru sæti en Blikar í 3. sæti með 34 stig.
Þróttur mætir Þór/KA á meðan Íslandsmeistarar Vals fá FH í heimsókn.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla - Efri hluti
18:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
17:00 Fylkir-ÍBV (Würth völlurinn)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Þór/KA (AVIS völlurinn)
14:00 Valur-FH (Origo völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir