„Mér fannst Þór/KA betri heilt yfir. Þær færðu boltann mjög vel. Við áttum okkar tækifæri líka en nýttum þau ekki. Frekar svekkjandi vitandi hvað var í húfi." sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir 2-0 tap gegn Þór/KA í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 2 Þór/KA
Þróttur fékk á sig frekar klaufaleg mörk í dag.
„Já þetta er svekkjandi, tapa boltanum á miðjunni og pressum ekki strax og gefum ódýra aukaspyrnu. Ég held að Íris hafi runnið til og seinna markið, gáfum þeim ódýra aukaspyrnu. En aukaspyrnan á ekki að fara inn frá þessu færi."
Þróttur missti af mikilvægum stigum í baráttuni um annað sætið í dag, telur Nik liðið ennþá eiga möguleika?
„Þetta var í okkar höndum af eitthverju leyti. Við eigum ennþá möguleika því Breiðablik eru þrem stigum á undan en eiga erfiða leiki gegn FH og Val. Jafnvel ef við hefðum unnið í dag væri Breiðablik á undan okkar á markatölu. Við munum samt halda áfram að berjast til loka."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir