Unai Emery stjóri Aston Villa vill vinna Meistaradeildarleikinn gegn Young Boys í dag, til minningar um Evrópumeistarann Gary Shaw.
Shaw er goðsögn hjá Aston Villa en hann lét lífið í gær, 63 ára að aldri. Hann vann stærstu keppni Evrópu með Villa árið 1982.
Shaw er goðsögn hjá Aston Villa en hann lét lífið í gær, 63 ára að aldri. Hann vann stærstu keppni Evrópu með Villa árið 1982.
Leikur Young Boys og Aston Villa í dag markar endurkomu Aston Villa í æðstu keppni Evrópu í 41 ár og Emery telur að það væri fullkomin leið til að heiðra minningu Shaw að vinna leikinn.
„Samúð mín er hjá fjölskyldu hans og öllum stuðningsmönnum Villa. Á æfingsvæðinu erum við með mynd af liðinu frá 1982 og hann var helsta söguhetjan í því liði," segir Emery.
Aston Villa hefur æft síðustu daga á gervigrasi þar sem Wankdorf leikvangurinn í Bern, þar sem leikurinn fer fram, er gervigrasvöllur.
„Við erum tilbúnir og munum ekki nota gervigrasið sem afsökun. Ég tel að við getum sýnt sömu einkenni og við gerum á heimavelli okkar," segir Emery.
Matty Cash er enn á meiðslalistanum. Leon Bailey missti af sigrinum gegn Everton vegna meiðsla aftan í læri en hann ferðaðist til Sviss.
Athugasemdir