Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 17. september 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Meistararnir byrja gegn Stuttgart og Liverpool fer til Mílanó
Real Madrid hefur titilvörnina gegn Stuttgart
Real Madrid hefur titilvörnina gegn Stuttgart
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrsta umferðin í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með sex leikjum.

Ítalska stórliðið Juventus mætir PSV Eindhoven frá Hollandi klukkan 16:45 en á sama tíma heimsækir Aston Villa sprækt lið Young Boys til Sviss.

Fjórir síðustu leikirnir eru spilaðir klukkan 19:00. Liverpool heimsækir AC Milan á Ítalíu á meðan Bayern München tekur á móti króatíska liðinu Dinamo Zagreb.

Ríkjandi meistarar Real Madrid mæta Stuttgart á meðan Sporting spilar við Lille. Hákon Arnar Haraldsson er að glíma við meiðsli og verður því ekki með Lille.

Leikir dagsins:
16:45 Juventus - PSV
16:45 Young Boys - Aston Villa
19:00 Milan - Liverpool
19:00 Bayern - Dinamo Zagreb
19:00 Real Madrid - Stuttgart
19:00 Sporting - Lille
Athugasemdir
banner
banner
banner