Gary Shaw, fyrrum sóknarmaður Aston Villa, er látinn en hann datt og varð fyrir höfuðáverkum sem reyndust svo banvænir. Hann var 63 ára gamall.
Shaw hjálpaði Villa að vinna Englandsmeistaratitilinn 1981 og svo að verða Evrópumeistari ári síðar.
Shaw hjálpaði Villa að vinna Englandsmeistaratitilinn 1981 og svo að verða Evrópumeistari ári síðar.
Shaw ólst upp hjá Villa og skoraði 79 mörk í 213 leikjum fyrir félagið.
Í tilkynningu frá Aston Villa segir að mikil sorg ríki hjá félaginu. Shaw hafi verið hæfileikaríkur sóknarmaður sem var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum.
„Hann kvaddi umkringdur fjölskyldu sinni, sem bað Aston Villa um að gefa út yfirlýsingu fyrir sína hönd. Hugur allra hjá félaginu er hjá fjölskyldu og ástvinum Gary á þessum erfiða tíma," segir í tilkynningunni.
Shaw var valinn besti ungi leikmaður Evrópu árið 1982 en hann lék einnig á ferli sínum fyrir Blackpool, Walsall, Kilmarnock og Shrewsbury Town. Eftir að hann lagði skóna á hilluna 1992 fór hann að starfa við leikgreiningu og var sendiherra Aston Villa.
Rest in Peace, Gary.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) September 16, 2024
Athugasemdir