Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   þri 17. september 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Postecoglu: Á ég bara að ljúga?
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglu, stjóri Tottenham, var spurður út í ummæli sín um helgina þar sem hann sagði að hann vinni alltaf titla á sínu öðru tímabili sem stjóri. Stjórinn hefur verið gagnrýndur fyrir ummælin en hann var spurður út í þau á fréttamannafundi í dag.

„Ég var bara tala um staðreynd. Á ég bara að ljúga? Segjum að ég vinni ekkert núna og segi svo á næsta ári að ég vinni alltaf eitthvað á mínu öðru tímabili, þá væri ég að ljúga. En ég sagði bara eitthvað sem er satt og það virðist af einhverjum ástæðum hafa komið mörgum í uppnám," sagði Postecoglu.

„Finnst ykkur ég vera að monta mig? Ætti ég að segja að tala niður sigrana í keppnunum, tala um að þeir hefðu enga þýðingu? Ef þú hefur afrekað eitthvað, áttu þá ekki að svara játandi þegar þú ert spurður? Ég svaraði bara spurningu sem ég var spurður. Ef við vinnum ekkert núna þá get ég ekki svarað spurningunni eins á næsta ári," sagði þjálfarinn.

Tottenham er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Liðið mætir Coventry í deildabikarnum á morgun og í næstu viku hefur liðið leik í Evrópudeildinni.

Athugasemdir
banner
banner