Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   mán 16. september 2024 07:00
Sölvi Haraldsson
Ange: Ég vinn alltaf bikar eða titil á seinna tímabilinu mínu
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, var skiljanlega alls ekki sáttur með tapið gegn Arsenal í Norður Lundúnaleiknum. Hann segir að Tottenham liðið sé tilbúið að vinna titla og að hann vinni vanalega alltaf titla á sínu öðru tímabili sem knattspyrnustjóri.


Tottenham er aðeins búið að vinna einn leik í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar. Það fékk fólk að hugsa um það sem Ange sagði á undirbúningstímabilinu, þá sagði hann að hann vinnur „oftast“ bikar eða titil á öðru tímabilinu sínu sem knattspyrnustjóri.

Núna segir Ange að hann vinni „alltaf“ bikar eða titil á öðru tímabilinu sínu sem knattspyrnustjóri og gefur í ljós að Tottenham mun ná góðum árangri í vetur.

„Ég skal leiðrétta mig: Ég vinn ekki vanalega titil eða bikar á mínu öðru tímabili, ég vinn alltaf titil eða bikar á mínu öðru tímabili. Ekkert hefur breyst. Ég segi ekki hluti sem ég hef ekki trú á.“ sagð Ange Postecoglou eftir tapleikinn gegn Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner