Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 14. september 2025 22:28
Sölvi Haraldsson
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Hörkuleikur, tvö góð lið. Þetta var kaflaskiptur leikur, bæði lið vildu sigurinn mikið. Heilt yfir held ég að jafntefli væri sanngjörn niðurstaða.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Hvað þurfti Valur að gera til þess að fá allaveganna eitthvað út úr þessum leik í kvöld?

„Við hefðum átt að nýta eitthvað af þeim færum sem við fáum. Við fáum góð færi og góðar stöður sem fór beint í horn eða framhjá. Eina sem ég var ósáttur með í dag var hvernig við fáum mörkin á okkur. Svolítið barnaleg mörk og við gáfum þeim forskot hérna strax. Heilt yfir lögðu menn mikla vinnu í þetta. Markið var í loftinu seinustu 20 mínúturnar til þess að jafna leikinn en þetta datt ekki alveg okkar meginn í dag.“

Var frammistaða Vals betri í dag en í seinasta leik í 2-1 tapi gegn Fram?

„Já ég myndi segja það. Þetta var skref fram á við í dag og meiri ákæfð í liðinu. Margir hlutir sem við vorum að æfa í vikunni sem voru heilt yfir að ganga vel. Það voru margar breytingar á liðinu líka. Þeir fengu margar hornspyrnur og tækifæri sem við erum ekki vanir að fá á okkur en þetta eru hlutir sem fylgja því að gera breytingar í markvarðarstöðunni á í varnarlínunni. Heilt yfir margt jákvætt sem við tökum úr leiknum þrátt fyrir tap.“

Seinustu vikur á Hlíðarenda hafa ekki alveg gengið nógu vel, búnir að missa toppsætið og menn í meiðsli, hvernig metur Túfa stöðuna og gengi liðsins?

„Staðan er þannig að eftir leiki dagsins erum við í 2. sætinu og 5 leikir eftir af úrslitakeppninni sem við ætlum að leggja allt í til að berjast um titilinn eins og planið var frá leik eitt. Undanfarnar vikur hefur verið mikið mótlæti og ekki fyrsta skiptið í sumar. Eins og segi við strákana að þá taka alvöru menn mótlætið á kassann og gefa enn meira í þetta. Mér fannst mínir menn gera það hérna í dag.“

Túfa hefur ekki áhyggjur af stöðunni þótt þetta sé ekki alveg að ganga núna.

„Þú vilt vinna leiki og meira en allt. Ef einhver vill vinna leiki mikið að þá er það ég. Maður er að fara að sofa og vakna á hverjum degi að vilja gera vel og vinna titilinn, það verður ekkert breytt í þessum síðustu fimm leikjum.“

Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner