Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 14. september 2025 22:40
Sölvi Haraldsson
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel. Ég hef ekkert tekið alltofa marga sigra hérna. Ég fagna þessum, hann kemur á mjög góður tímapunkti. Þetta var mjög sterk liðsframmistaða sem heldur okkur áfram í þessu mómentum sem við erum í.“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 2-1 útisigur á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Silfurskeiðin söng "This is our house" að leik loknum, Guðmundur segir það ómetanlegt að fá svona stuðning.

„Mér fannst þeir taka yfir húsið og við líka. Við reynum að eigna okkur öll hús sem við förum í núna, bara toppslagir eftir. Við tökum klárlega stuðninginn þeirra með okkur í næstu leiki. Vonandi halda þau áfram að fjölmenna, það er ótrúlega mikill kraftur í þeim sem skilar sér inn á völlinn. Ómetanlegt.“

Guðmundur segir Stjörnumenn vera draumsýnda komandi inn í þessa rosalegu úrslitakeppni.

„Fimm sigurleikir í röð, við getum ekki beðið um neitt mikið meira. Við komum eins vel inn í úrslitakeppnina og við getum. Núna hins vegar byrjar alvöru vinnan, við erum bara draumsýnir að koma fljúgandi inn í næsta leik. Það er búið að vera helvíti erfitt að vinna okkur og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna með. Þessi trú og þetta traust sem við höfum á hvorn annan í liðinu er helvíti skemmtileg. Vonandi náum við að halda þessum skriðþunga áfram.“

Guðmundur fiskaði aukaspyrnuna sem fyrsta mark leiksins kom upp úr þegar Andri skoraði beint úr henni. Guðmundur keyrði af stað með boltann og fékk aukaspyrnuna rétt fyrir utan teiginn, hann segist vilja hafa farið lengra og klárað færið.

„Það var lítið verk eftir fyrir Andra þar sem ég var búinn að gera alla vinnuna. Nei nei, ég er að spila alltof aftarlega á vellinum, ég á að spila frammi og reyna að sóla eitthvað. Nei nei, mér fannst gaman að komast í þessa stöðu og geta keyrt aðeins með boltann ef ég get það. Þetta var dauðafæri fyrir mann eins og Andra. Þetta var skemmtilegt ég hefði viljað komast í gegn og skorað en það kemur vonandi í næstu lekjum.“

Guðmundur er mjög ánægður með Stjörnuliðið sem gaf fá færi á sig.

„Mér fannst þeir ekki fá mikið af stórum færum og heilt yfir fannst mér við vera sterkari aðilinn. Ég er sáttur við strákana sem lögðu mikla vinnu í þetta og mér finnst við vera að uppskera eftir því. Við erum búnir að leggja hart að okkur, ef við höldum áfram að gera það getum við gert stóra hluti og við ætlum að gera það.“

Viðtalið við Guðmund fá sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner