Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 14. september 2025 22:40
Sölvi Haraldsson
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel. Ég hef ekkert tekið alltofa marga sigra hérna. Ég fagna þessum, hann kemur á mjög góður tímapunkti. Þetta var mjög sterk liðsframmistaða sem heldur okkur áfram í þessu mómentum sem við erum í.“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 2-1 útisigur á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Silfurskeiðin söng "This is our house" að leik loknum, Guðmundur segir það ómetanlegt að fá svona stuðning.

„Mér fannst þeir taka yfir húsið og við líka. Við reynum að eigna okkur öll hús sem við förum í núna, bara toppslagir eftir. Við tökum klárlega stuðninginn þeirra með okkur í næstu leiki. Vonandi halda þau áfram að fjölmenna, það er ótrúlega mikill kraftur í þeim sem skilar sér inn á völlinn. Ómetanlegt.“

Guðmundur segir Stjörnumenn vera draumsýnda komandi inn í þessa rosalegu úrslitakeppni.

„Fimm sigurleikir í röð, við getum ekki beðið um neitt mikið meira. Við komum eins vel inn í úrslitakeppnina og við getum. Núna hins vegar byrjar alvöru vinnan, við erum bara draumsýnir að koma fljúgandi inn í næsta leik. Það er búið að vera helvíti erfitt að vinna okkur og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna með. Þessi trú og þetta traust sem við höfum á hvorn annan í liðinu er helvíti skemmtileg. Vonandi náum við að halda þessum skriðþunga áfram.“

Guðmundur fiskaði aukaspyrnuna sem fyrsta mark leiksins kom upp úr þegar Andri skoraði beint úr henni. Guðmundur keyrði af stað með boltann og fékk aukaspyrnuna rétt fyrir utan teiginn, hann segist vilja hafa farið lengra og klárað færið.

„Það var lítið verk eftir fyrir Andra þar sem ég var búinn að gera alla vinnuna. Nei nei, ég er að spila alltof aftarlega á vellinum, ég á að spila frammi og reyna að sóla eitthvað. Nei nei, mér fannst gaman að komast í þessa stöðu og geta keyrt aðeins með boltann ef ég get það. Þetta var dauðafæri fyrir mann eins og Andra. Þetta var skemmtilegt ég hefði viljað komast í gegn og skorað en það kemur vonandi í næstu lekjum.“

Guðmundur er mjög ánægður með Stjörnuliðið sem gaf fá færi á sig.

„Mér fannst þeir ekki fá mikið af stórum færum og heilt yfir fannst mér við vera sterkari aðilinn. Ég er sáttur við strákana sem lögðu mikla vinnu í þetta og mér finnst við vera að uppskera eftir því. Við erum búnir að leggja hart að okkur, ef við höldum áfram að gera það getum við gert stóra hluti og við ætlum að gera það.“

Viðtalið við Guðmund fá sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner