Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. nóvember 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Giroud ætlar að skipta um félag eftir samtal við Deschamps
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud fær ekki spiltíma hjá Chelsea þar sem Timo Werner og Tammy Abraham eru fyrir framan hann í goggunarröðinni.

Giroud rennur út á samningi hjá Chelsea næsta sumar og mun því leitast eftir því að skipta um félag strax í janúar til að auka möguleika sína á að vera í franska landsliðshópnum fyrir EM.

Giroud hefur tekið þessa ákvörðun eftir samtal við Didier Deschamps landsliðsþjálfara, sem hefur einnig tjáð sig um stöðuna í fjölmiðlum.

Giroud er 34 ára gamall og hefur skorað 42 mörk í 104 A-landsleikjum. Hann er næstmarkahæstur í sögu franska landsliðsins, níu mörkum frá meti Thierry Henry.
Athugasemdir
banner
banner