Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 17. nóvember 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Giroud ætlar að skipta um félag eftir samtal við Deschamps
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud fær ekki spiltíma hjá Chelsea þar sem Timo Werner og Tammy Abraham eru fyrir framan hann í goggunarröðinni.

Giroud rennur út á samningi hjá Chelsea næsta sumar og mun því leitast eftir því að skipta um félag strax í janúar til að auka möguleika sína á að vera í franska landsliðshópnum fyrir EM.

Giroud hefur tekið þessa ákvörðun eftir samtal við Didier Deschamps landsliðsþjálfara, sem hefur einnig tjáð sig um stöðuna í fjölmiðlum.

Giroud er 34 ára gamall og hefur skorað 42 mörk í 104 A-landsleikjum. Hann er næstmarkahæstur í sögu franska landsliðsins, níu mörkum frá meti Thierry Henry.
Athugasemdir
banner