Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Telles gæti spilað með Man Utd - Ekki með veiruna
Mynd: Getty Images
Manchester United vonast til að vinstri bakvörðurinn Alex Telles geti spilað gegn WBA á laugardaginn.

Telles fékk órónuveirua í síðasta mánuði og hann greindist aftur með hana í landsliðsverkefni með Brasilíu um helgina.

Eftir að hafa farið í annað próf kom í ljós að um falska niðurstöðu hafði verið að ræða í fyrra prófinu.

Hinn 27 ára gamli Telles mun fara í skoðun hjá Manchester United fyrir helgina en vonast er til að hann geti spilað.

Telles kom til Manchester United frá Porto í byrjun október en liðið þarf sérstaklega á honum að halda núna þegar Luke Shaw er meiddur.
Athugasemdir
banner