Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   sun 18. febrúar 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmaður Leipzig lést í stúkunni í gær
Mynd: EPA
Stuðningsmaður þýska félagsins RB Leipzig lést í stúkunni er liðið spilaði við Borussia Mönchengladbach í gær.

Neyðaratvik kom upp í stúku stuðningsmanna Leipzig fyrir leikinn þar sem bráðaliðar þurftu að huga að einstaklingi.

Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var stuðningsmaðurinn úrskurðaður látinn á leikvanginum.

Fyrr um daginn lést stuðningsmaður Mönchengladbach í bílslysi á leið sinni til Leipzig.

„Það kom upp neyðaratvik á svæði heimaliðsins fyrir leikinn gegn Borussia Mönchengladbach og því miður lést sú manneskja á leikvanginum. Sama dag lést stuðningsmaður Mönchengladbach í bílslysi á leið sinni til Leipzig.“

„Það hryggir okkur gríðarlega og er hugur okkar fjölskyldum og skyldfólki stuðningsmannana, sem við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði,“
segir í yfirlýsingu Leipzig.


Athugasemdir
banner
banner