Stuðningsmaður þýska félagsins RB Leipzig lést í stúkunni er liðið spilaði við Borussia Mönchengladbach í gær.
Neyðaratvik kom upp í stúku stuðningsmanna Leipzig fyrir leikinn þar sem bráðaliðar þurftu að huga að einstaklingi.
Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var stuðningsmaðurinn úrskurðaður látinn á leikvanginum.
Fyrr um daginn lést stuðningsmaður Mönchengladbach í bílslysi á leið sinni til Leipzig.
„Það kom upp neyðaratvik á svæði heimaliðsins fyrir leikinn gegn Borussia Mönchengladbach og því miður lést sú manneskja á leikvanginum. Sama dag lést stuðningsmaður Mönchengladbach í bílslysi á leið sinni til Leipzig.“
„Það hryggir okkur gríðarlega og er hugur okkar fjölskyldum og skyldfólki stuðningsmannana, sem við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði,“ segir í yfirlýsingu Leipzig.
We thank you for your solemn response and condolences ????? pic.twitter.com/IihdNqVkPT
— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) February 17, 2024
Athugasemdir