PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   sun 18. maí 2014 21:54
Daníel Freyr Jónsson
Rúnar ánægður með sigurinn: Sýndum Keflavík virðingu
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var afar ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Keflavík í kvöld.

Keflvíkingar komu inn í leikinn með fullt hús stiga eftir 3 umferðir, á meðan KR hafði gengið brösulega og einungis unnið einn leik. Rúnar segir sitt lið því hafa sýnt gestgjöfunum virðingu og að hann sé mjög ánægður með stigin þrjú.

,,Þetta var frábær sigur. Við komum hér vitandi það að Keflavík er með bullandi sjálfstraust og búnir að vinna fyrstu þrjá leikina sína og verðskulda það að vera á toppnum. Við sýndum þeim virðingu og fórum varlega út í þennann leik," sagði Rúnar.

,,Við þurftum að fara varlega inn í þetta og spila okkar allra besta leik. Fótboltinn var kannski ekkert sérstaklega fallegur í dag en baráttan var til staðar hjá báðum liðum. Það voru erfiðar aðstæður, mikill vindur á annað markið og þess vegna var þetta erfitt."

,,Stigalega séð hefur þetta verið aðeins undir því sem við vonuðumst til en við verðum að sætta okkur við það og halda áfram. Við stigum stórt skref í rétta átt með því að taka þrjú stig gegn toppliðinu."
Athugasemdir
banner