Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var afar ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Keflavík í kvöld.
Keflvíkingar komu inn í leikinn með fullt hús stiga eftir 3 umferðir, á meðan KR hafði gengið brösulega og einungis unnið einn leik. Rúnar segir sitt lið því hafa sýnt gestgjöfunum virðingu og að hann sé mjög ánægður með stigin þrjú.
Keflvíkingar komu inn í leikinn með fullt hús stiga eftir 3 umferðir, á meðan KR hafði gengið brösulega og einungis unnið einn leik. Rúnar segir sitt lið því hafa sýnt gestgjöfunum virðingu og að hann sé mjög ánægður með stigin þrjú.
,,Þetta var frábær sigur. Við komum hér vitandi það að Keflavík er með bullandi sjálfstraust og búnir að vinna fyrstu þrjá leikina sína og verðskulda það að vera á toppnum. Við sýndum þeim virðingu og fórum varlega út í þennann leik," sagði Rúnar.
,,Við þurftum að fara varlega inn í þetta og spila okkar allra besta leik. Fótboltinn var kannski ekkert sérstaklega fallegur í dag en baráttan var til staðar hjá báðum liðum. Það voru erfiðar aðstæður, mikill vindur á annað markið og þess vegna var þetta erfitt."
,,Stigalega séð hefur þetta verið aðeins undir því sem við vonuðumst til en við verðum að sætta okkur við það og halda áfram. Við stigum stórt skref í rétta átt með því að taka þrjú stig gegn toppliðinu."
Athugasemdir