Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 18. maí 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti um sína framtíð: Forsetinn var mjög skýr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Carlo Ancelotti á skilið að vera áfram hjá Real Madrid sem stjóri á næsta tímabili," sagði miðjumaðurinn Luka Modric eftir leik Manchester City og Real í gær.

City vann 4-0 og sló ríkjandi meistara Real úr leik í Meistaradeildinni.

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Ancelotti og hefur hann verið orðaður við starfið hjá brasilíska landsliðinu.

Ancelotti var spurður út í sína framtíð eftir leikinn í gær.

„Enginn vafi. Forsetinn var mjög skýr þegar hann talaði opinberlega fyrir fimmtán dögum. Enginn er að efast neitt hvað verður með mig."

„Það sem hann sagði við mig persónulega mun ég ekki segja hér,"
bætti sá ítalski við.

Fyrir fimmtán dögum sagðist Perez vera mjög ánægður með Ancelotti og því lítur allt út fyrir að hann verði áfram stjóri Real.
Athugasemdir
banner
banner