Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 18. maí 2023 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andy Carroll hélt uppi stuðinu hjá stuðningsmönnum West Ham

West Ham er komið í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir sigur gegn AZ Alkmaar í Hollandi í kvöld. West Ham vann fyrri leikinn 2-1 í London.


Það er ekki ljóst hver andstæðingurinn verður strax en Basel og Fiorentina eru á leið í framlengingu.

Það vakti athygli á samfélagsmiðlum að Andy Carroll fyrrum leikmaður West Ham var mættur til Hollands þar sem hann stýrði fjörinu hjá stuðningsmönnum liðsins fyrir leikinn.

Þessi 34 ára gamli sóknarmaður lék með liðinu frá 2012-2019 eftir að hann yfirgaf Liverpool. Hann skoraði 34 mörk í 142 leikjum fyrir West Ham.


Athugasemdir
banner
banner