Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. maí 2023 14:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs ánægður með Adam Ægi: Akkúrat það sem við viljum
Adam Ægir Pálsson
Adam Ægir Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli
Sveinn Gísli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matti Villa
Matti Villa
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gestur í Ultravikes hlaðvarpinu í gær. Hann var spurður út í Adam Ægi Pálsson sem Víkingur seldi til Vals í vetur.

Adam var stoðsendingahæstur á síðasta tímabili þegar hann lék í Keflavík á láni frá Víkingi og hefur byrjað tímabilið 2023 frábærlega.

Arnar var spurður hvort það hefði verið möguleiki að halda Adam hjá Víkingi.

„Já, það var alveg. En það er ógeðslega mikil samkeppni hjá okkur. Við erum með geggjaðan hóp og Adam stóð sig mjög vel. Við fengum hann frá Keflavík, á fyrsta árinu hans vinnum við tvöfalt og lendir þar í samkeppni sem var erfið; Kristall og fleiri voru að spila hans stöðu. Í fyrra var hann lánaður til Keflavíkur og fær mjög gott sjálfstraust þar. Í vetur voru aðrir á undan honum í goggunarröðinni."

„Það er svo geggjað fyrir Víking að hann skuli fara og standa sig svona vel hjá Val. Sama með Örvar Eggerts hjá HK, Atla Hrafn (Andrason) í HK, Halldór Jón (Sigurð Þórðarson) hjá ÍBV. Þetta er akkúrat það sem við viljum; að ef þeir fara frá okkur, að þeir geti eitthvað. Annars endurspeglast það mjög illa á okkur sem þjálfurum."

„Adam Ægir er búinn að vera geggjaður í sumar og ég er rosalega ánægður fyrir hans hönd."


Sjá einnig:
Lenti í miklu mótlæti og hugsaði um að hætta - „Niðurbrotinn lítill strákur"
Adam Páls: Hefði viljað stærra hlutverk en Arnar var með réttu svörin

Logi fer út fyrr en seinna og þá verður Sveinn Gísli tilbúinn
Arnar var í kjölfarið spurður út í leikmennina þrjá sem Víkingur fékk í vetur. Matthías Vilhjálmsson kom frá FH, Sveinn Gísli Þorkelsson kom frá ÍR og Gunnar Vatnhamar kom frá Víkingi Götu.

„Þeir eru búnir að koma gríðarlega sterkir inn í okkar hóp, eru að koma inn á mismunandi forsendum. Sveinn Gísli er mjög ungur leikmaður og er að byrja læra að spila með toppliði, hann er þolinmóður og þarf að vera þolinmóður. Þetta er ekki ósvipað því þegar Logi Tómasson þurfti að vera þolinmóður af því Atli Barkar var að spila svo vel. Ég tel að Logi muni fara fyrr en seinna og þá erum við með hann (Svein Gísla) tilbúinn."

„Matti er bara raðsigurvegari, margfaldur Íslandsmeistari, Noregsmeistari og topp strákur í alla staða. Hann kemur inn með ákveðið 'know-how' sem okkur vantaði í fyrra og líkamlegan styrk líka."

„Við duttum svo í lukkupottinn með Gunnar. Það er eitt að 'scouta' eftir leikmönnum, hvað þeir geta inn á vellinum, en það er sjaldgæft að finna stráka eins og hann, Oliver Ekroth og Niko og þessa stráka; leikmenn af erlendu bergi brotnir sem eru flottir karakterar og eru ánægðir að vera hjá okkur. Oft færðu útlendinga sem eru mögulega að velta fyrir sér hvað gerðist fyrir ferilinn hjá sér, af hverju er ég hérna? Þessir allir eru svo hungraðir, skilja hvað Víkingur gengur út á. Þeir eru ekki bara hér til að hirða launin og sitja í sófanum. Þeir smita út frá sér og ég gæti ekki verið ánægðari með okkar hóp,"
sagði Arnar.

Sjá einnig:
Allt teymið sammála um að Gunnar væri besti kosturinn
Matti Villa í áhugaverðu hlutverki
Rætt um Svein Gísla: Pældu hvað Óli Þórðar myndi dýrka þetta
Athugasemdir
banner
banner