Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. maí 2023 11:24
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta vill Rice og Cancelo
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Powerade slúðrið býður landsmönnum góðan uppstigningardag með skemmtilegum slúðurpakka sem inniheldur meðal annars orðróma um Declan Rice, Joao Cancelo, Bernardo Silva og Romelu Lukaku.


Arsenal undirbýr 92 milljón punda mettilboð fyrir Declan Rice, 24 ára miðjumann West Ham og enska landsliðsins. (Telegraph)

FC Bayern hefur einnig áhuga á Rice. Hann er efstur á óskalista Thomas Tuchel til að styrkja miðjuna. (Mirror)

Mikel Arteta vill krækja í portúgalska landsliðsbakvörðinn Joao Cancelo, 28, frá Manchester City. Arsenal óttast um að Man City neiti að selja sér fleiri leikmenn eftir velgengni Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. (Talksport)

PSG vill kaupa portúgalska sóknartengiliðinn Bernardo Silva, 28, frá Manchester City. PSG mistókst að kaupa hann í fyrra og er reiðubúið til að borga 70 milljónir punda fyrir hann í sumar. (Telegraph)

Romelu Lukaku, 30, mun ekki hefja viðræður við Chelsea um framtíðina sína fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní. Lukaku er á láni hjá Inter og mætir Man City í úrslitaleiknum. (Telegraph)

Jürgen Klopp er búinn að bjóða James Milner, 37, starf í þjálfarateymi Liverpool. Líklegt er þó að Milner skipti um félag í ensku úrvalsdeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna, hann hefur verið orðaður við Brighton og Burnley að undanförnu. (Mirror)

Manchester United er búið að ná samkomulagi við suður-kóreska miðvörðinn Kim Min-jae, 26. Hann er falur fyrir um 50 milljónir evra í júlí þegar hægt verður að virkja riftunarákvæði í samningi hans við Napoli. (Il Mattino)

Martin Ödegaard, 24, er í viðræðum um nýjan samning. Hann er samningsbundinn Arsenal til 2025 eins og staðan er í dag. (90min)

Xabi Alonso segist ætla að vera áfram hjá Bayer Leverkusen þrátt fyrir að vera orðaður við stjórastarfið hjá Tottenham. (Sky Sports)

Sambi Lokonga, 23 ára miðjumaður Arsenal, gæti skipt yfir til Burnley í sumar til að spila undir stjórn Vincent Kompany. Þeir störfuðu saman hjá Anderlecht fyrir nokkrum árum. (Express)

Wilfried Zaha, 30, rennur út á samningi í sumar en framherjinn er að íhuga að vera áfram hjá Crystal Palace. (Talksport)

Barcelona ætlar að reyna við Martin Zubimendi, 24, í sumar eftir að Arsenal mistókst að kaupa hann í janúar. Arsenal bauð 53 milljónir punda sem Real Sociedad hafnaði. (Express)

Sadio Mane vill vera áfram hjá Bayern þrátt fyrir átökin við Leroy Sane í apríl. (Fabrizio Romano)

Julian Nagelsmann var efstur á óskalista stjórnenda Chelsea til að taka við af Graham Potter. (Times)

OGC Nice er í viðræðum við Graham Potter um stjórastarf. Sir Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er eigandi franska félagsins. (Foot Mercato)

Nantes vill ráða Patrick Vieira sem aðalþjálfara ef liðinu tekst að forðast fall á lokaumferðum deildartímabilsins. (L'Equipe)

Russell Martin, stjóri Swansea City, er líklegur til að taka við Southampton sem er fallið úr úrvalsdeildinni. (Times)

Mateu Alemany er hættur við að skipta yfir til Englands. Hann verður áfram hjá Barcelona. (Daily Mail)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner