Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í varnarlínu DC United og hélt hreinu í markalausu jafntefli gegn Philadelphia Union í nótt.
Wayne Rooney er knattspyrnustjóri DC United og er liðið komið með 16 stig eftir 13 umferðir af deildartímabilinu.
Dagur Dan Þórhallsson fékk að spila síðustu mínúturnar í 1-1 jafntefli Orlando City gegn New York City. Jöfnunarmark New York kom undir lokin og eru bæði lið með 16 stig.
Róbert Orri Þorkelsson fékk þá að spila síðustu 20 mínúturnar í 3-0 tapi Montreal gegn Cincinnati á meðan Þorleifur Úlfarsson fékk síðasta hálftímann í 1-0 tapi Houston Dynamo.
Philadelphia Union 0 - 0 DC United
Orlando City 1 - 1 New York City
FC Cincinnati 3 - 0 CF Montreal
Minnesota United 1 - 0 Houston Dynamo
Athugasemdir