Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 18. maí 2023 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
Bernardo Silva: Sjáum til hvað gerist
Bernardo Silva hefur komið að 113 mörkum hjá Man City, með 55 mörk og 58 stoðsendingar.
Bernardo Silva hefur komið að 113 mörkum hjá Man City, með 55 mörk og 58 stoðsendingar.
Mynd: EPA

Portúgalski sóknartengiliðurinn Bernardo Silva er eftirsóttur og ætla Frakklandsmeistararnir í PSG að leggja fram tilboð í stjörnuna.


PSG er talið vera að undirbúa 70 milljóna punda tilboð í leikmanninn, sem er 28 ára gamall og rennur ekki út á samningi hjá Manchester City fyrr en eftir tvö ár.

„Markmiðið er að klára tímabilið vel. Ég vil sigra úrvalsdeildina og svo úrslitaleikina tvo... svo verðum við að bíða og sjá til með hvað gerist í sumar," sagði Bernardo Silva eftir frábæran sigur Man City gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

„Það er magnað að fá að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mér hefur hlotist sá heiður aðeins einu sinni áður, en það endaði ekki vel. Núna mætum við gríðarlega sterkum andstæðingum sem starfa sem vel skipulögð liðsheild."

Bernardo hefur spilað yfir 300 leiki fyrir Manchester City og hefur Pep Guardiola knattspyrnustjóri gríðarlega miklar mætur á honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner