Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. maí 2023 12:47
Ívan Guðjón Baldursson
Búið að hreinsa andrúmsloftið milli Mane og stjórnarinnar
Mynd: EPA

Senegalski framherjinn Sadio Mane vill vera áfram hjá FC Bayern eftir stormasamt fyrsta tímabil með félaginu.


Mane hefur átt erfitt tímabil þar sem hann reifst meðal annars heiftarlega við samherja sinn Leroy Sane á æfingu og endaði á að gefa honum kjaftshögg.

Mane ræddi við stjórn Bayern á dögunum til að hreinsa andrúmsloftið og taka næsta skref í átt til betri framtíðar.

Niðurstaðan er sú að Mane vill vera áfram hjá félaginu og gera betur heldur en á sínu fyrsta tímabili.

Bayern er í titilbaráttu í þýsku deildinni, með eins stigs forystu á Borussia Dortmund þegar tvær umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner