Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 18. maí 2023 18:58
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Fylkis og KR: Bæði lið gera tvær breytingar - Óli Kalli og Kristinn Jónsson ekki í hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir og KR mætast í Árbænum í kvöld klukkan 19:15 í Mjólkurbikarnum. Þetta verður lokaleikur 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins en sæti í 8-liða úrslitum er undir.

Fylkismenn þurftu að hafa fyrir hlutunum í 32-liða úrslitum þar sem þeir unnu Sindra á útivelli 4-2. KR-ingar fengu heimaleik gegn Þrótti Vogum og unnu hann 3-0 eftir markalausan fyrri hálfeik.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á KR liðinu frá því í tapinu gegn Breiðablik. Theodór Elmar, sem var í banni í gegn Blikum, og Aron Þórður Albertsson koma inn í lið KR en Kristinn Jónsson og Sigurður Bjartur þurfa að víkja. Sigurður Bjartur fer á bekkinn en Kristinn Jónsson er ekki í hóp.

Rúnar Páll, þjálfari Fylkismanna, gerir einnig tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Fram seinustu helgi. Pétur Bjarnason og Benedikt Daríus koma inn í Fylkisliðið fyrir Ólaf Karl Finsen og Birki Eyþórsson. Hvorki Ólafur né Birkir eru í hóp.


Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Arnór Breki Ásþórsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
10. Benedikt Daríus Garðarsson
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
77. Óskar Borgþórsson

Byrjunarlið KR:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
0. Theodór Elmar Bjarnason
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
Athugasemdir
banner