Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. maí 2023 16:15
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkings og Gróttu: Ari Sigurpáls í hóp hjá Víkingum
Ari Sigurpálsson
Ari Sigurpálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar taka á móti Gróttu í Víkinni í dag í 16 liða úrslitum Mjólkubikars karla í knattspyrnu en flautað verður til leiks á Heimavelli hamingjunar á slaginu klukkan 17.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Grótta

Víkingar hreyfa nokkuð við liði sínu frá sigrinum gegn FH á dögnum. Ingvar Jónsson, Gunnar Vatnhamar, Pablo Punyed, Karl Friðleifur og Birnir Snær Ingason er meðal þeirra sem að víkja í dag. Þórður Ingason, Sveinn Gísli Þorkelsson, Helgi Guðjónsson, Viktor Ölygur Andrason, Arnór Borg og Davíð Örn Atlason koma inn svona til að nefna einhverja. Gleðiefni fyrir Víkinga líka að sjá nafn Ara Sigurpállssonar á skýrslu en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur.

Hjá Gróttu er einnig eitthvað um breytingar frá jafnteflinu gegn Grindavík á dögunum. Pétur Theodór Árnason er á bekknum í dag sem og Hilmar McShane. Þá er Gunnar Jónas Hauksson utan hóps en hann meiddist gegn Grindavík. Í þeirra stað koma þeir Tómas Johannessen, Arnþór Páll Hafsteinsson og Arnar Númi Gíslason inn í liðið.


Byrjunarlið Víkingur R.:
0. Þórður Ingason
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
19. Danijel Dejan Djuric
24. Davíð Örn Atlason

Byrjunarlið Grótta:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Arnar Númi Gíslason
5. Patrik Orri Pétursson
8. Tómas Johannessen
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson
22. Tareq Shihab
26. Arnar Daníel Aðalsteinsson
28. Aron Bjarki Jósepsson
29. Grímur Ingi Jakobsson
Athugasemdir
banner
banner
banner