Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. maí 2023 18:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið West Ham gegn AZ: Sama lið og síðast - Antonio klár
Mynd: Getty Images

West Ham heimsækir AZ Alkmaar í síðari leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld. West Ham er með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn á London Stadium.


Said Benrahma og Michail Antonio skoruðu mörkin en þeir eru í fremstu víglínu í dag ásamt Jarrod Bowen.

Það var spurning með ástandið á Antonio en hann virðist klár í slaginn. Liðið er óbreytt frá fyrri leiknum en það eru níu breytingar frá því um helgina gegn Brentford. Aðeins Tomas Soucek og Nayef Aguerd halda sæti sínu.

Vladimir Coufal er á bekknum en hann hefur verið fjarverandi í síðustu þremur leikjum vegna meiðsla.

West Ham: Areola, Kehrer, Zouma, Aguerd, Cresswell, Soucek, Rice, Paqueta, Bowen, Antonio, Benrahma.
(Bekkur: Fabianski, Anang, Johnson, Coufal, Fornals, Lanzini, Downes, Cornet, Ings, Ogbonna, Emerson, Mubama.)


Athugasemdir
banner
banner